|
Núna er tími flugeldanna að renna upp og mörg dýr sem verða hrædd í öllum þessum sprengingum.
Það sem hefur hjálpað okkur er að leyfa Lúnu að vera með okkur um daginn þannig hún heyrir hvellina og veit að þetta er ekkert hættulegt. Síðan þegar mesta ósköpin gengur yfir þá leyfum við henni að vera í búrinu sínu og setjum útvarpið á. Fyrir þau gæludýr sem verða ofur hrædd þá gæti verið gott að tala við dýralækni og fá róandi.
0 Comments
Það eru ekki allir sem vita það en á Hrafnistu (og sennilega fleiri elliheimilum) þá má fara með hunda í heimsókn. Amman mín, Viktoría er á Hrafnistu DAS í hafnarfirði og við tökum oft lúnu með að heimsækja hana. Það sem mér finnst svo yndislegt þegar ég fer með hana er þegar ég sé andlitið á öllum ljóma þegar ég geng fram hjá. Að sjálfsögðu leyfir lúna þeim að klappa sér og heilsar þeim. Amma mín elskar líka lúnu og Íra og getur hún alls ekki gert upp á milli hundabarnabarnanna 😊
Lúnu finnst líka mjög gaman að hitta afa minn og finnst ekkert betra en að fá smá klapp frá honum :) Við keyptum nýverið sit on top kayaka. Við pössuðum okkur að sjálfsögðu á því að kaupa nægilega stóra og stabíla þannig að lúna gæti komið með okkur á bátinn. Við keyptum á hana björgunarvesti og lögðum af stað. Henni fannst þetta mjög skrýtið fyrst en sat kyrr allan tíman. Það var erfiðara fyrir hana að sitja kyrra þegar hún sá fugla á sjóbakkanum og langaði henni mikið til þess að stökkva út í og kanna þetta betur. Hún hlýddi þó og hoppaði ekki út í 😊 Hún mun klárlega koma með okkur í fleiri ferðir. |
AuthorViktoría Jensdóttir Archives
September 2022
Categories |
RSS Feed