Íri og Lúna stóðu sig vel á síðustu sýningu. Íri fékk þessa umsögn: Stylistic male, with ex prop, masc head, good bite, nice reach of neck, a bit straight in front, could have more weight , nice coat and colour, well ang in bhind, unfortunately he's quite nervous and doesn't use his tail the happy irish setter way, which is a shame bcause he's otherwise handsome promising dog, i would like to se more attitude. Íri er alltaf að ná meiri og meiri framförum á sýningum en hann var pínulítið feiminn eftir einangrunina :) Lúna fékk eftirfarandi umsögn: fem bitch, which could have more coat today, she has a happy attitude, very nice fem head and nice eyes, she's very straight in front, good bone and rib cage for her age, good ang in bhind, good colour, moves happily, bit too high in front. Við vorum einmitt búinn að taka eftir því að feldurinn var aðeins farinn að minnka hjá henni og teljum það vera því hún er að byrja að lóða. Við erum því búin að birgja okkur upp af góðum vítamínum fyrir hana og vonum að feldurinn taki kipp fyrir næstu sýningu :) Frábær árangur hjá þessum ungu hundum en þess má líka geta að þau þurfa bara 1 meistarstig til þess að verða íslenskir sýningameistarar - ISShCH :) Takk Valgerður Júlíusdóttir fyrir að sýna svona vel og fyrir undirbúninginn áður. Einnig þarf að þakka írsku ömmunni henni Jónu fyrir mikla hjálp við að klippa og græja hundana :)
0 Comments
Íri og Lúna stóðust augnskoðun með glans um helgina og því aðeins eftir að bíða eftir niðurstöðum úr mjaðmamyndum. Eftir það erum við klár í að skipuleggja fyrstu pörunina :)
|
AuthorViktoría Jensdóttir Archives
September 2022
Categories |

RSS Feed