|
I forgot to share this video I made of the highlights of 2017. Brakes my heart to see Baby Bond there :(
0 Comments
Veiðipróf Írsk Setter deildarinnar var haldið 19-21 apríl 2018. Ég hef ekkert verið að þjálfa Lúnu í veiði en eftir æfingargöngu írsk setter deildarinnar þá ákvað ég að prófa að hoppa í djúpu laugina og skrá hana í unghundaflokk. Fyrst þá verð ég að segja hvað ég var verulega ánægð með hversu vel var takið á móti okkur nýliðunum! Þetta var útskýrt vel fyrir okkur - hvernig prófið færi fram o.s.frv. Það voru sex skráðir í unghundaflokk og Lúna var eini írski setterinn þar. Dómarinn var Ingrid Frenning frá Noregi. Lúna fékk að prófa 3 sinnum því dómarinn taldi að hún væri efnileg að leita en hún því miður tók ekki stand. Við vorum þó bara þræl ánægðar með okkur og núna er bara ekkert annað í boði en að æfa meira. Ég mæli svo sannarlega með þessu, skemmtileg útivera og gaman að vera að vinna með hundinum sínum:) Myndirnar eru fengnar frá Pétri Alan og af facebook síðu írsk setter deildarinnar og svo bjó ég til smá myndband um þetta :) Þá er búið að skrá Lúnu og Íra á sumarsýninguna í júní en það er tvöföld sýning sem verður 9. og 10.júní nk. Dómari fyirir grúbbu 7 verður Dina Korna á laugardeginum og Hans Almgren á sunnudeginum. Íra og Lúnu hlakkar mikið til :) Hægt er að skrá á gjaldskrá 1 til 27.apríl :) Magga og Egill sem eru í stjórn írsk setter deildarinnar voru svo almennileg ásamt stjórn írsk setter deildarinnar að plana göngu með írsk setterana til þess að sýna okkur byrjendunum hvernig veiðipróf fara fram og hvað er gott að hafa í huga. Ég ákvað í kjölfarið að prófa að skrá Lúnu í veiðipróf á fimmtudaginn nk í unghundaflokk. Við erum nú ekki mikið búnar að vera að æfa okkur en ég held að besta leiðin sé bara að henda sér í djúpu laugina og prófa :) |
AuthorViktoría Jensdóttir Archives
September 2022
Categories |
RSS Feed