Ég skellti mér til svíþjóðar á #MyDog hjá sænska kennel klúbbnum í byrjun janúar. Þetta er ein af stærri sýningunum þeirra og er haldin í Gautaborg fyrstu helgina í janúar. Ég myndi sko svo sannarlega mæla með þessari sýningu fyrir alla hundaáhugamenn. Það var gríðarlega vel haldið utan um allt, margir fallegir hundar og skemmtileg dagskrá. Ég fór út til þess að vera nemi á Standard Schnauzer hjá Evu Eriksson (svartan og pipar&salt) það var mjög góð skráning en það voru samtals 32. Ég hafði verið nemi á 4 hér heima :) Seinna um daginn tók ég svo próf á Minature Schnauzer en prófdómararnir mínir voru Svante Frisk all rounder og Carina Andersson Rapp sem er dómari og schnauzer ræktandi. Prófið gekk vel mjög vel og fékk ég síðar að vita að ég stóðst prófið. Ég er því komin með réttindi til þess að dæma Miniature Schnauzer :). Á laugardeginum var ég nemi hjá Marie Thorp á chihuahua síðhærðum og Evu Nielsen á frönskum bulldog. Alveg meiriháttar skráning og frábærir kennarar. Á sunnudeginum var ég síðan nemi hjá Mou Persson á Pug, Moa er Pug ræktandi og hefur gríðarlega mikla reynslu sem dómari, það var því sérlega ánægjulegt að fá að vera nemi hjá henni.
0 Comments
My mum found this picture of me when I was 5 travelling in Italy. I do believe this is the first Irish Setter I saw and as you can see I am rocking a same read haired color :)
Love this picture! Since there is a storm forecasted over the weekend, I saw fitting posting this video of me and Lúna when we went out for a walk the other day. First it was fine and then it became quite crazy :) Jæja þá styttist aldeilis í næstu sýningu en hún verður haldin í reiðhöll Fáks 3-4.mars 2018. Írskur Setter verður sýndur á sunnudeginum undir dómaranum Rui Oliveira frá Portúgal. Hann byrjaði sína hundaferilgöngu árið 1974 þegar hann sýndi Pointer hunda fyrir föður sinn. Hann er núna virtur all rounder dómari og mun dæma alla grúbbu 7. Það verður spennandi að sjá hvað honum finnst um hundana okkar.
Ég fann síðan dóminn frá síðustu sýningu fyrir Lúnu en hann er eftirfarandi: Trawricka Promises Promises, ungliðaflokkur, tík 12m. Avg. body. ex. bone and quality head which needs time to develop more chiselling. Racy in outline with vg rear + croup + tailset. I would prefer a little more angulation in front but she is full of quality! Grade: Ex. BOB Junior, 2 Best bitch and a CC and a Junior CC. Þar sem ég var nemi á sýningunni þá sýndi mamma hana með glæsibrag en því miður þá gleymdist að taka myndir. Reynum að muna það næst! |
AuthorViktoría Jensdóttir Archives
September 2022
Categories |


































RSS Feed