|
Lúna elskar að vera með fjölskyldunni og leika við strákana mína. Þeir elska líka að vera með henni :)
0 Comments
Lúna og Íri fengu topp einkunn bæði í augnskoðuninni og mjaðmamyndtökunni sem þau fóru í. Það er mikilvægt í hundarækt að fylgja þeim heilsufarskröfum sem settar eru og fyrir Írska Setterinn þarf að fara í þessi próf. Þegar verið er að leita af hvolpi eða hundi þá er þetta einmitt eitt af því sem skiptir svo miklu máli að fá heilbrigðan hund sem getur sinnt því hlutverki sem hann er ræktaður til þess að gera. Fyrir Írska Setterinn þá þýðir það til dæmis hlaup á veiðum. Enn fremur er gríðarlega mikilvægt að skap sé í lagi og fyrir mér skiptir til dæmis máli að hundar séu ekki of örir og séu góðir heima fyrir. Írski Setterinn þarf ekki að fara í próf til þess að kanna skapgerð en ef svo væri þá myndi Lúna og Íri rúlla því upp eins og öðru þar sem þau eru með er með yndislega skapgerð. Ef það er eitthvað sem Lúna elskar að gera þá er það að kúra. Hún veit ekkert betur en að sofna alveg upp við mig meðan ég glápi á sjónvarpið :) Þegar þið eruð út í göngu með hundinn er nauðsynlegt að bæði þið og hundurinn sjáist vel. Það er hægt að kaupa ýmislegt til þess að hundurinn sjáist t.d. fatnaður með endurskinsmerki, ýmislegt sem hægt er að setja á ólar sem lýsir.
Hér sjáið þið Lúnu klára að fara út að labba í myrkringu :) |
AuthorViktoría Jensdóttir Archives
September 2022
Categories |

RSS Feed